Google hefur ákveðið að loka Google News þjónustu sinni á Spáni vegna nýrra laga sem kveða á um að borga þurfi útgefendum frétta fyrir að tengja á og dreifa fréttum þeirra. Lögin taka gildi um áramótin en Google ætlar að loka þjónustunni 16. desember.

Þetta er í fyrsta skipti sem Google lokar þessari þjónustu sinni nokkurs staðar frá því að hún var opnuð árið 2006.

Skiptar skoðanir eru um málið á Spáni. Þónokkrir fjölmiðlaútgefendur höfðu barist fyrir lagasetningunni, en aðrir telja að lokun Google  News muni hafa mjög slæmar afleiðingar í för með sér vegna þess að fréttaveitan eykur umferð um síður þeirra og eykur þar með auglýsingatekjur.