Fataverslanakeðjan Gap hafur gefið út að hún hyggist loka öllum verslunum sínum í Bretlandi og Írlandi sem eru alls 81 talsins. Fyrirtækið stefnir á að ljúka ferlinu fyrir lok september næstkomandi.

Gap verður þó enn til staðar á Bretlandsmarkaðnum en einungis í gegnum netverslanir. Um er að ræða sambærilega þróun og hjá Topshop og Debenhams en það síðarnefnda lokaði sinni síðustu verslun í Englandi í maí síðastliðnum.

Talsmaður Gap sagði við fréttastofu BBC að ákvörðunin sé hluti af skipulagsbreytingum á rekstrinum í Evrópu. Fyrirtækið horfir einnig fram á að loka verslunum í Frakklandi og Ítalíu.