*

þriðjudagur, 25. janúar 2022
Erlent 30. janúar 2020 14:58

Loka skrifstofum vegna kórónavírusins

Google hefur ákveðið að loka tímabundið öllum skrifstofum sínum í Kína, Hong Kong og Taiwan.

Ritstjórn
epa

Google hefur ákveðið að loka tímabundið öllum skrifstofum sínum í Kína, Hong Kong og Taiwan vegna kórónavírusins. Aðrir tækni risar líkt og Amazon og Microsoft hafa einnig gripið til aðgerða til að koma í veg fyrir að starfsfólk sitt smitist af veirunni. BBC greinir frá þessu.

Í vikunni hafa mörg alþjóðleg fyrirtæki lagt tímabundið niður starfsemi í Kína og ráðlagt starfsmönnum sínum í öðrum löndum að heimsækja ekki landið. Þá hafa margir starfsmenn verið beðnir um að sinna störfum sínum að heiman. 

Að sögn Google hefur fyrirtækið hætt að senda starfsmenn sína í ferðir til Kína og Hong Kong og starfsmennirnir sem starfa á þessum slóðum hafa verið beðnir um að yfirgefa svæðið tafarlaust. Í kjölfarið er þeim gert að vinna að heiman í a.m.k. tvær vikur.

Stikkorð: Kína Microsoft Google Amazon Taiwan Hong Kong Kína kórónavírus