Þjónustustöðvum Olís við Álfheima og Álfabakka og sjálfsafgreiðslustöð ÓB við Egilsgötu lokað á næstu fimm árum í samræmi við samkomulag Haga við Reykjavíkurborg. Þetta kemur fram í fjárfestakynningu Haga fyrir fyrsta ársfjórðung ársins.

Sjá einnig: Semja við borgina um fækkun bensínstöðva

Samkomulagið felur í sér nýja lóðaleigusamninga við Álfabakka 7, Álfheima 49, Egilsgötu 5 og Stekkjarbakka 4-6 , sem eru um 31.000 fermetrar að stærð. Gert er ráð fyrir því að þróa íbúða, atvinnu- og þjónustuhúsnæði á lóðunum í stað bensínstöðva.

Högum hf. hefur verið veitt heimild til að setja upp eina dælu sem að getur þjónustað tvo bíla við annað hvort við Skeifuna 11 eða Skeifuna 15 þar sem nú er verslun Hagkaupa, með fyrirvara um samþykki lóðarhafa.

Einnig er heimild til að reisa tvær dælur sem að geta þjónusta fjóra bíla á sameiginlegri lóð Álfabakka 7 og Stekkjarbakka 4-6 og er jafnframt gert ráð fyrir matvöruverslun á reitnum. Hagar hafa einnig vilyrði fyrir úthlutun lóðar til uppbyggingar fjölorkustöðvar við Esjumela á Kjalarnesi.

Þá var Stórkaupum lokað á fjórðungnum sökum óhagkvæms rekstrar á fjórðungnum.