*

laugardagur, 31. júlí 2021
Innlent 19. nóvember 2004 10:36

Lokað verður fyrir viðskipti með hlutabréf Kaldbaks

Ritstjórn

Lokað verður fyrir viðskipti með bréf Kaldbaks hf. í dag, 19. nóvember 2004, vegna skipta á hlutabréfum í Kaldbaki hf. fyrir hlutabréf í Burðarási hf. Kauphöll Íslands hf. hefur samþykkt framkomna beiðni Kaldbaks hf. um afskráningu félagsins af Aðallista en hluthafafundur félagsins hefur samþykkt samruna þess við Burðarás hf. Í samræmi við samrunaáætlun mun félagið renna inn í Burðarás hf. og verður starfsemi félagsins undir merkjum Kaldbaks hf. hætt.

Félagið verður afskráð í lok viðskiptadags 19. nóvember 2004.