Lokaatlaga aðila á vinnumarkaði að gerð kjarasamninga hefst ekki á morgun þar sem Samtök atvinnulífsins telja of mörg mál standa út af borðinu af hálfu ríkisstjórnarinnar. Forsvarsmenn samtakanna hafa greint ríkisstjórninni frá þessu.

Vilmundur Jósefsson, formaður SA, segir í samtali við Morgunblaðið í dag að samtökin hafi viljað reyna að klára samningamálin í vikunni en þau sjái sér ekki fært að gera það þar sem of mörg stór mál séu óleyst. Samtökin vilji leggja áherslu á að fá þætti sem enn séu á huldu fram í dagsljósið.

Nefnir hann í því samhengi sérstaklega að framkvæmdapakki hins opinbera sé rýr að innihaldi og óljóst hvað í honum sé auk þess sem nefnir óvissu um framtíð fiskveiðistjórnunar, skattamál fyrirtækja og lífeyrismál. Úr þessum málum verði að leysast áður en hægt sé að hefja lokaáfanga í kjaraviðræðum.