Forseti Venesúela, Nicolas Maduro, hefur gefið öllum landsmönnum þrjá auka frídaga, sem koma til viðbótar þeim frídögum sem koma til vegna páskahátíðarinnar.

Ástæða frídagana að landið stríðir við mikil raforkuvandamál og vatnsskort. Undanfarna mánuði hefur ríkisstjórnin skammtað rafmagn og vatn til almennings og hvatt borgarana til að sóa hvorki vatni né rafmagni. Í kjölfar langs þurkatímabils í Venesúela hefur lækkað mikið í vatnsbólum og uppistöðulínum í landinu sem á sinn þátt í orkuvandamálum landsins.

Maduro hefur kennt veðurfari og skemmdarverkum andstæðinga hans í stjórnmálum, en aðrir segja að skorturinn sé tilkominn vegna lélegs skipulags og lélegs viðhalds. Með fríinu vonast forsetinn til að almenningur muni nota minni raforku og létta undan þrýstingi á raforkukerfi landsins. Landið fór í svipaðar aðgerðir árið 2010 eftir ákvörðun þáverandi forseta, Hugo Chavez.

Bloomberg greinir frá.