Úrvalsvísitalan endaði í 5505 stigum í dag og er það í fyrsta sinn sem lokagildið er yfir 5500 stigum, samkvæmt upplýsingum frá Kauphöll Íslands.

Mest hækkaði gengi brefá FL Group, sem hefur hækkað um tæp 20% frá því á mánudaginn í síðustu viku. Á síðustu tveimur mánuðum hefur gengi bréfa félagsins hækkað um helming.

Bréf félagsins eru orðin mun hærri en síðustu verðmöt viðskiptabankanna á félaginu. Verðmat Íslandsbanka frá því um miðjan september hljóðar upp á verðmatsgengið 13,9 og verðmat Landsbankans frá því í byrjun október hljóðar upp á 14,5.

Sé tekið meðaltal af þessum verðmötum tveimur er gengi félagsins því á tæplega 50% yfirverði.