Lokaumræða um frumvarp Katrínar Júlíusdóttur, iðnaðaráðherra, um leit, rannsóknir og vinnslu kolefnis fer fram á Alþingi í dag en tilgangur frumvarpsins er að liðka fyrir olíuleit á Drekasvæðinu. Útboð vegna leitar og rannsókna á svæðinu verður opnað um næstu mánaðarmót. Samkvæmt Fréttablaðinu verður einnig fjallað um tvö frumvörp fjármálaráðherra um skattlagningu á kolefni í dag en þau frumvörp eru bæði til annarrar umræðu.

Blaðið hefur eftir Katrínu að verið sé að samræma reglur því sem gerist í nágrannalöndunum en hún segir ráðuneytið hafa orðið vart við mikinn áhuga á þátttöku í útboðinu.