Lokið er vinnu við að grafa jarðgöng, hella og skúta í Valþjófsstaðarfjall Fljótsdal, mörgum vikum á undan áætlun. Fossvirkisfólk fagnaði áfanganum um helgina. Það tók verktakann, Fossvirki, aðeins13,5 mánuði að grafa þrenn göng inn í fjallið, tvo gríðarstóra hella fyrir stöðvarhús og spenna og tilheyrandi ganganet. Byrjað var að sprengja fyrir aðrennslisgöngunum 22. október 2003 og nú er þessum þætti framkvæmdanna sem sagt lokið.

Mest mæddi á undirverktaka frá Slóvakíu við að sprengja og grafa inni í fjallinu. Slóvakarnir voru kvaddir með viðhöfn í Fljótsdal síðastliðinn laugardag og núna á miðvikudaginn fara þeir heim á leið.