Gengi hlutabréfa í  Asíu hækkaði í dag, en MSCI Pacific vísitalan hafði hækkað um 1,2% rétt fyrir lok viðskipta í Tókýó. Þessi hækkun kemur í kjölfar tveggja daga lækkunar upp á 4,7%. Nikkei vísitalan japanska hækkaði um 2,1% og klifraði upp úr lægsta gildi síðustu tveggja ára.

Í frétt Bloomberg fréttaveitunnar segir að tæknifyrirtæki og japönsk fasteignafélög hafi hækkað mest, eftir að Merrill Lynch hækkaði lánshæfismat Samsung Electronics og ráðgjafarfyrirtækið UBS AG lýsti því yfir að nýleg lækkun á gengi fasteignafélaga væri yfirdrifin.