Yfir tíu milljörðum króna verður samkvæmt fjárfestingaáætlun ríkisins varið í verkefni sem ætlað er að skapa störf og efla bæði fjárfestingu og vaxandi atvinnugreinar. Nú áætlun var kynnt í morgun en í henni er meðal annars gert ráð fyrir að hálfum milljarði verði varið í Kvikmyndasjóð og milljarði í verkefni tengd hinu græna hagkerfi.

Katrín Júlíusdóttir, fjármámála- og efnahagsráðherra, og Katrin Jakobsdóttir, mennta- og menningamálaráðherra, ræddu við VB sjónvarp um nýja áætlun.