Gengisvísitala krónunnar lækkaði um 0,21% í dag og stendur hún í 231,93 stigum. Gengi krónunnar hafði veikst viðstöðulítið frá mánaðamótum eða frá því Seðlabankinn greip inn í á gjaldeyrismarkaði með sölu á 18 milljónum evra. Krónan styrktist nokkuð við inngripin fyrst í stað en tók svo að veikjast. Þar áður hafði bankinn gripið í taumana á gjaldeyrismarkaði á gamlársdag.

Gengi krónunnar var hvað veikast 30. janúar síðastliðinn í 234,84 stigum þegar Seðlabankinn greip inn í á markaðnum. Vísitalan var komin niður í 229,34 stig 1. febrúar þegar gengið tók að veikjast á ný og stóð í 232,14 fyrir helgi.