Stjórnvöld á Ítalíu seldu ríkisskuldabréf fyrir 12 milljarða evra, jafnvirði tæpra 2.000 milljarða íslenskra króna, á uppboði í dag. Þetta þykja nokkuð jákvæðar fréttir enda lántökukostnaðurinn talsvert lægri nú en í fyrri útboðum. Meðalálagið er undir 2%. Þegar verst lét hjá Ítölum rauk vaxtaálagið upp í rúm 7%.

Megnið af útboðinu, 8,5 milljarðar evra af ríkissskuldabréfum til eins árs bera 2,23% álag. Jafn lág tala hefur ekki sést síðan í júní í fyrra. Eftirspurnin var minni en í fyrri útboðum, 1,09-föld miðað við 1,47-falda eftirspurn í útboði fyrir mánuði.

Afgangur skuldabréfapakkans upp á 3,5 milljarða evra bar 1,55% vaxtaálag og er það nokkuð betra en í útboði fyrir mánuði.