Bandaríkin neituðu Norður-Kóreu um vopnahléssamræður skömmu áður en her þjóðarinnar gerði tilraunir með kjarnorkuvopn seint á síðasta ári. Ákvörðun Bandaríkjamanna var tekin eftir að Norður-Kóreumenn lýstu því yfir að þeir væru ekki tilbúnir að draga úr vopnabúri sínu.

Skömmu eftir þessa fyrrnefndu neitun um vopnahlésviðræður hóf Norður-Kórea tilraunastarfsemi með kjarnorkuvopn, bæði kjarnasamrunasprengjur og kjarnaklofningssprengjur.

Upplýsingar um stöðvun viðræðnanna komu í ljós eftir að blaðamaður Wall Street Journal fullyrti um að Bandaríkjamenn hefðu sleppt því að framfylgja skilyrðum sem sett voru í kjölfar Kóreustríðsins um að Norður-Kórea myndi takmarka vopnabúr sín. Viðræðurnar slitnuðu einmitt vegna hins öndverða, vegna þess að Norður-Kórea neitaði að framfylgja þessum skliyrðum.