Hlutabréf Haga lækkuðu mest, eða um 3,69%, þá lækkuðu hlutabréf Vís um 2,04%. Össur lækkaði um 1,14%, Eik um 1,08%, Reitir um 0,64%, og Marel um 0,55%.

Hlutabréf hækkuðu mest hjá Nýherja, um 3,67%, þá hækkuðu hlutabréf HB Granda um 1,34%. Reginn hækkaði um 0,71%, Icelandair um 0,67%, N1 um 0,59%, Eimskip um 0,44% og Sjóvá um 0,1%.

Velta á bréfum Haga nam mestu í dag eða um 359 milljónum og þá nam velta á bréfum N1 312 milljónum.

Heildarvelta á markaðnum í dag nam tæpum 14 milljörðum króna þar af nam velta hlutabréfa 1,4 milljörðum.

Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,33% í dag en hefur hækkað um 7,94% á árinu.