*

mánudagur, 25. janúar 2021
Innlent 15. október 2020 11:02

Lönduðu 9% meiri afla í september

Þrátt fyrir meiri afla var aflaverðmætið minna í september í ár en í fyrra. Aukinn uppsjávarafli vóg upp samdrátt í botnfiski.

Ritstjórn
Síld var uppistaðan í uppsjávaraflanum sem jókst í september frá síðasta ári.

Íslensk fiskiskip lönduðu 9% meiri afla í september á þessu ári, eða 119 þúsund tonnum, en á sama tíma fyrir ári, þó aflaverðmætið væri 3,4% minna í sama mánuði í ár en fyrra að því er Hagstofa Íslands greinir frá.

Aflinn jókst í heildina þó botnfiskaflinn hafi dregist saman um 1% milli ára í mánuðinum, og verið tæplega 36 þúsund tonn, því á móti jókst uppsjávaraflinn um 17% milli ára og fór í 81 þúsund tonn.

Uppistaða þess afla var síld, tæp 62 þúsund tonn. Samdráttur heldur áfram í skel- og krabbadýraafla sem var 1.024 tonn samanborið við 1.952 tonn í september 2019. Heildarafli á 12 mánaða tímabili, frá október 2019 til september 2020, var tæplega 1.021 þúsund tonn sem er 6% minni afli en á sama tímabili ári fyrr.