Franska fyrirtækið Saint Gobain skoðar nú svæðið á Bakka fyrir slípiefnaverksmiðju eins og áður hefur komið fram. Bergur Elías Ágústsson, bæjarstjóri Norðurþings, segir að ef Saint Gobain láti af verða þá verði það áttunda umhverfismatið á svæðinu frá því á árinu 2006. Umhverfismötin sem gerð hafa verið eru vegna Bjarnarflagsvirkjunar, Þeistareykjavirkjunar, Línulagna, Alcoa og nú hafa Thorsil og PCC hafið umhverfsmat. Sameignlegt mat hefur einnig verið gert á svæðinu samkvæmt úrskurði umhverfisáðherra. Bergur segir það hafa verið langt ferli að berjast í atvinnumálunum og mikið hafi verið lagt undir. „Nú vonum við að það hafi tekist í þetta sinn. Við þurfum síðan að huga að þeim áhrifum sem þetta kann að hafa á okkar samfélag, bæði hvað varðar umhverfið og aðra þætti“.