*

föstudagur, 29. maí 2020
Fjölmiðlapistlar 6. júlí 2019 09:01

Löng hnignun dagblaða

Þó að útbreiðslan hafi aukist í eintökum talið allt til 1990, þá má ekki gleyma því að Bandaríkjamönnum hefur fjölgað mikið.

Tölfræði fjölmiðla

Það er engin nýlunda að útbreiðsla dagblaða hefur farið minnkandi. Þannig þekkja menn t.d. að vestur í Bandaríkjunum jókst útbreiðsla dagblaða til um 1990, en hefur minnkað ört síðan og hraðar upp á síðkastið.

En það er ekki öll sagan. Þó að útbreiðslan hafi aukist í eintökum talið allt til 1990, þá má ekki gleyma því að Bandaríkjamönnum hefur fjölgað mikið. Ef litið er til útbreiðslu sem hlutfalls af mannfjölda kemur í ljós að dagblöð hafa náð til æ minni hluta bandarískrar þjóðar allt frá lokum seinna stríðs. Þá var það 35,3%, en er nú um 8,4%, innan við fjórðungur þess sem var.