Töluverð hækkun var á skuldabréfamarkaði í dag. Skuldabréfavísitalan GAMMA: GBI hækkaði um 0,5% í dag í 12,1 milljarða króna viðskiptum. GAMMAi: Verðtryggt hækkaði um 0,5% í 3,8 milljarða viðskiptum og GAMMAxi: Óverðtryggt hækkaði um 0,3% í 8,4 ma. viðskiptum.

Heildarvelta skuldabréfa í dag nam um 12 milljörðum króna. Mest var verslað með löng ríkisbréf á gjalddaga, RB19 og RB25, fyrir samtals tæpa 5,5 milljarða króna. Ávöxtunarkrafa RB19 lækkar enn og stóð í 7,4% í lok dags. Hefur krafan lækkað úr 8,2% í janúar þegar forsetinn synjaði Icesave lögunum staðfestingar.