Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra hefur gefið út reglugerð þar sem bann við loðnuveiðum er fellt út gildi.

Jafnframt er gefið út breytt heildaraflamark þannig að í hlut Íslendinga koma um 100 þúsund tonn, í stað þeirra 121 þúsund tonna sem áður var búið að úthluta.

Eins og kunnugt er ákvað ráðherra fyrir tæpri viku að banna veiðarnar. Sú ákvörðun var tekin í samræmi við ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar. Til að viðhalda loðnustofninum hefur Hafrannsóknarstofnun haft sem viðmið að finna 400 þúsund tonn af loðnu en ekki hafðið nægt magn fundist þegar loðnuveiðar voru bannaðar tímabundið.