Bandaríski vogunarsjóðurinn Loomis Sayles hafnaði tilboði íslenskra stjórnvalda um kaup á aflandskrónum. Þetta staðfestir talsmaður sjóðsins við Reuters . Sjóðurinn er því ekki með í samkomulagi íslenskra stjórnvalda við aflandskrónueigendur.

Seðlabanki Íslands gerði samkomulag við eigendur aflandskrónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum. Í samkomulaginu felst að Seðlabankinn kaupir af þeim aflandskrónueignir að fjárhæð um 90 milljarðar króna á genginu 137,5 krónur á evru.

Autonomy Capital, Eaton Vance og Discovery Capital Management vildu ekki tjá sig við Reuters um hvort að þeir hefðu tekið þátt í samkomulaginu.