Hlutabréfa verð Uber hefur hækkað um rúmlega 5,5% það sem af er degi eftir að TechCrunch greindi frá því í morgun að fyrirtækið væri nálægt því selja matarsendingarþjónustu sína, Uber Eats, á Indlandi til samkeppnisaðilans Zomato. Samkvæmt TechCrunch eru viðræður milli félaganna komnar vel á veg en starfsemi Uber Eats í landinu er metinn á um 400 milljónir dollara.

Í frétt Barrons um málið er vitnað í hlutabréfagreinanda sem segir söluna vera óumflýjanlega þar sem fyrirtækið þurfi að draga úr alþjóðlegum umsvifum sínum. Þetta yrði ekki í fyrsta sinn sem Uber selur alla eða hluta af starfsemi sinni fyrir utan Bandaríkin til samkeppnisaðila. Uber hefur selt starfsemi sína í Kína til Didi, starfsemina í Rússlandi til Yandex og í suðaustur Asíu til Grab

Hlutabréfaverð Uber hefur ekki átt góðu gengi að fagna frá því fyrirtækið var skráð á markað í maí síðastliðnum. Fyrirdaginn í dag hafði hlutabréfaverið lækkað um 36% frá útboðsgegni en stendur nú í um 30 dollurum á hlut.