Ferðamönnum hefur fjölgað gríðarlega á undanförnum árum. Svo dæmi séu tekin fóru um 132 þúsund erlendir ferðamenn frá landinu um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í ágústmánuði eða 16.500 fleiri ferðamenn en í ágúst í fyrra. Aukningin nemur 14,4% milli ára og er þetta metfjöldi ferðamanna í einum mánuði, samkvæmt tölumferðamálastofu. Frá árinu 2002 hefur aukningin í ágúst verið að jafnaði 9,3% milli ár

Ýmsir hafa bent á að ekki hafi tekist að bæta þjónustu við ferðamenn svo gott þyki. Þannig fullyrti til dæmis Margrét Sigurðardóttir í bréfi sem hún sendi Jóhannesi Hauki Jóhannessyni og Rúnari Frey Gíslasyni í vikulegum þætti þeirra á Bylgjunni að á tjaldsvæðinu í Laugardal hefði ekki verið sett upp aðstaða til þess að ferðamenn með hjólhýsi eða húsbíla gætu losað úr ferðasalernum. Því hafi ferðamenn þurft að fara í Sundahöfn til að losa úr þeim. Sjálf hefði hún orðið vör við að einn erlendur ferðamaður hefði losað úr salerni sínu á bílastæði við tjaldstæðið.

„Við hjónin erum stödd á tjaldsvæðinu í Laugardalnum, alltaf gaman að vera hér, en það er alveg með ólíkindum hvað svæðið er orðið lélegt, orðið mikið drullusvæði, reikna nú samt með að öll rigninginn hafi mikið um það að segja. En það var bankað upp hjá okkur áðan það var maður frá Ísarel sem var hér í húsbíl, hann var að leita að stað til að losa klósettið, bentum honum á hvar það er losað ( það er nefnilega ekki boðið upp á losun hér ) maður verður að fara niður við Sundahöfn, hann skildi það alveg. Var svo stödd fyrir utan hjá okkur og sé ég ekki þá að hann er nú bara að losa klósettið fyrir aftan bílinn hjá sér. Geðslegt eða hitt og heldur,” segir Margrét Sigurðardóttir í bréfinu.