Hagnaður Siemens á 3. ársfjórðungi, sem lauk 30. júní, nam 763 milljónum evra og lækkaði um 47% milli ára.

Peter Löscher forstjóri fyrirtæksins sagði í viðtali við CNBC sjónvarpsstöðina eftir birtingu uppgjörsins að "Vöxtur efnahagslífs heimsins hefur stöðvast. Evrópa er í skuldakrísu, deilt er um fjárlögin í Bandaríkjunum, hrávöruverð rokkar upp og niður og pólitískt ástand er óstöðugt víða um heim"