Úrskurðarnefnd fjármálafyrirtækja ógilti ábyrgð tveggja systra á láni þriðju systurinnar á þriðjudag. Lánið var 7 milljónir króna þegar það var tekið 2007.

Í byrjun ársins voru ábyrgðarmennirnir, systurnar tvær, krafðar um greiðslu á láninu, en svo kom í ljós að bankinn gat ekki staðfest með gögnum að greiðslumat hefði farið fram.

Bankinn látinn bera hallann í 1. sinn

„Það má segja að þetta sé í fyrsta skipti sem banki er látinn bera hallann af því að geyma ekki gögn um greiðslumat,“ segir Sævar Þór Jónsson, lögmaður ábyrgðarmannanna í Fréttablaðinu í dag.

„Ég tel að það séu mörg svona mál þarna úti.“

Verða að geta sýnt fram á greiðslumat

Úrskurðarnefndin vísaði í fordæmi Hæstaréttar, um að þó fjármálafyrirtæki beri ekki skylda til þess að varðveita gögnin sem greiðslumatið er byggt á til lengri tíma, yrðu þau að geta sýnt fram á að matið hafi farið fram.

Segir Sævar að niðurstaðan þýði að bankarnir verði að gæta sín betur þegar ætla að gangast eftir skuldbindingum ábyrgðarmanna.

„Og þeir verð að gæta þess að þeir geti sýnt fram á að farið hafi verið eftir reglum um greiðslumat.“

Umrætt lán var tekið í Sparisjóði Hornafjarðar árið 1998. Sparisjóðurinn sameinaðist Sparisjóði Vestmannaeyja sem rann síðan inn í Landsbankann þar sem lánið liggur nú. Upphaflega lánsfjárhæðin var 2,3 milljónir og stendur lánið í 7 milljónum króna í dag.