Samkvæmt uppgjöri Umhverfisstofnunar jókst losun í iðnaði um 1,9% milli ára. Losun var 1.879.076 tonn af CO2 ígildum árið 2022 samanborið við 1.843.588 árið 2021.

Rekstraraðilarnir í iðnaði sem gerðu upp heimildir sínar fyrir losun árið 2022 voru sex talsins, jafn margir og gerðu upp árið á undan.

© Aðsend mynd (AÐSEND)

Þeir rekstraraðilar sem hafa verið með stöðuga losun voru Alcoa, Elkem, Norðurál og Rio Tinto. Loðnuvinnslan hf. Fáskrúðsfirði féll undir kerfið til 2020 en frá og með 2021 er hún undanskilin ETS kerfinu.

© Aðsend mynd (AÐSEND)

Losun frá flugrekendum jókst einnig um 101% milli 2021 og 2022, frá 267.043 tonnum af CO2 ígildum í 537.296. Ástæðan fyrir þessari aukningu skýrist af auknum flugsamgöngum eftir heimsfaraldur. Losunin er því að nálgast það sem hún var árið 2019 en er þó talsvert lægri en hún var árið á undan.