LS Retail hefur stefnt eigenda Norðurtinsins við Smáralind og Íslandsbanka. Gerir LS Retail þá kröfu að um að ógild verði með dómi ákvörðun Norðurturnsins hf. um að Íslandsbanki megi einn leigutaka setja upp vörumerki á stigahús hennar. Þetta kemur fram í frétt Vísis . Gerir hugbúnaðarfyrirtækið kröfu um að lógó Íslandsbanka verði fært niður og að vörumerki LS Retail verði sett fyrir ofan.

Í stefnunni segir að LS Retail hafi verið fyrsti leigutakinn til að ganga til samninga við Norðurturninn í nóvember 2015. Á þeim tíma hafi eingöngu staðið til að turninn yrði merktur lógói Smáralindar. Það hafi svo breyst með tilkynningu Íslandsbanka frá því í apríl í fyrra.

LS Retail skorar einnig í stefnunni á Norðurturninn að leggja fram uppfærða hluthafaskrá Norðurturnsins en Íslandsbanki er einn eigenda byggingarinnar og átti í mars 2016 alls 22,85 % hlut. Þá er líka skorað á Íslandsbanka um leggja fram lánasamninga hans við Norðurturninn.