*

föstudagur, 18. júní 2021
Innlent 20. maí 2018 09:02

LS retail tapar 129 milljónum

Rekstrarkostnaður LS Retail jókst um tæp 11% milli ára.

Ritstjórn
Magnús Norðdahl, framkvæmdastjóri LS Retail.
Haraldur Guðjónsson

LS Retail, sem þróar hugbúnað fyrir fyrirtæki í verslunar- og veitingarekstri, tapaði 1,1 milljón evra (128,6 milljónum króna) á síðasta ári. Árið áður hagnaðist félagið um tæplega 2 milljónir evra. Þetta kemur fram í ársreikningi félagsins.

Rekstrartekjur LS Retail námu 48,4 milljónum og jukust um 3,2% milli ára, á meðan rekstrarkostnaður nam 48,8 milljónum og jókst um tæp 11%.

Eignir námu 22,6 milljónum evra og var eiginfjárhlutfall 47%.

Framkvæmdastjóri LS Retail er Magnús Norðdahl.

Stikkorð: LS Retail uppgjör