Stjórn London Stock Exchange Group hefur formlega hafnað 370 milljarða krónu yfirtökuboði bandarísku kauphallarinnar Nasdaq, segir í frétt Dow Jones.

Stjórnin segir að tilboðið endurspegli ekki virði kauphallarinnar og hefur lofað hluthöfum stórri arðgreiðslu í lok fjárhagsársins.

Stjórn LSE hefur sent hluthofum skilaboð þar sem segir að tilboðið, sem hljóðar upp á 1243 pens á hlut, vanmeti verulega virði LSE og að varaði við afleiðingum þess að erlend kauphöll tæki yfir rekstri LSE, þar sem íþyngjandi bandarískar reglugerðir myndu vafalaust fylgja með.