Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins er orðinn stærsti hluthafi í Reginn og fer nú með 10,3% hlut eftir að hafa bætt við sig þrettán milljónum hluta í félaginu fyrir tæplega 240 milljónir króna samkvæmt flöggunartilkynningu til Kauphallarinnar.

Lífeyrissjóður verslunarmanna er næststærsti hluthafi Regins með um 10,1% hlut en með kaupunum fór hlutur LSR úr 9,6% í 10,3%.