Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins jók í dag eignarhlut sinn í Marel og á nú 41 milljónir hluta og fer með 5,57% atkvæðamagns í félaginu. Fyrir átti sjóðurinn 36 milljónir hluta og um 4,89% hlut í félaginu. Miðað við lokagengi bréfa Marels í dag nam kaupverð hlutanna um 837,5 milljónum króna.

Grundtvig Invest, danskur hluthafi í Marel, seldi í dag tíu milljónir hluta í félaginu, og á nú um 26,9 milljónir hluta og um 3,65% atkvæðamagns. Ekki liggur enn fyrir hver keypti þá fimm milljónir hluta sem eftir standa. Velta í viðskiptum með bréf Marels nam í dag 2.028,2 milljónum króna.