Frá bankahruni hefur Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins (LSR) fært 40,7 milljarða á afskriftareikning, sem svarar til 13,3% af meðaleignum sjóðsins á þeim árum sem afskriftir voru færðar í reikning sjóðsins. Í svari fjármálaráðherra við fyrirspurn Vigdísar Hauksdóttur á Alþingi kemur fram að um varúðarfærslur að ræða að hluta vegna óvissu um endurheimtur en að mestum hluta sé um endanlega afskrift að ræða.

„Þar af eru afskriftir vegna taps á skuldabréfum á banka, sparisjóði og aðrar fjármálastofnanir 20,3 milljarðar. Vakin er athygli á að reglum um forgangsröð krafna var breytt með lagasetningu þegar innstæður voru settar í forgang fram yfir skuldabréfakröfur,“ segir í svarinu.