Lúðvík Geirsson alþingismaður sækist eftir 2. sætinu í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi 10. nóvember næstkomandi. Lúðvík tók  sæti á Alþingi í fyrrahaust og er ahann 2. varaformaður fjárlaganefndar Alþingis. Hann á jafnframt sæti í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd þingsins.

Haft er eftir Lúðvík í tilkynningu að hann telji reynslu sína af fjölþættum störfum á sviði landsmála og sveitarstjórna nýtast vel við frekari mótun og framtíðaruppbyggingu samfélagsins.

„Þá tel ég einnig mikilvægt að framboðslisti Samfylkingarinnar í Kraganum endurspegli styrk Samfylkingarinnar í öllu kjördæminu og höfði þannig til stuðningsmanna flokksins á sem breiðastan hátt,“ segir Lúðvík.