Enn heyrast fréttir af samrunum í fluggeiranum. Lufthansa tilkynnti í gær að það hygðist nota valréttarsamninga sína til að kaupa meirihluta í breska flugfélaginu BMI British Midland, en félagið er nú undir stjórn Sir Michael Biship. Financial Times segir frá þessu.

Lufthansa mun með þessum viðskiptum öðlast betri aðgang að Heathrow. BMI ræður nú yfir um 11% flugtaks- og lendingarplássum á flugvellinum.

Lufthansa á nú þegar tæplega 30% hlut í BMI og SAS á 20% hlut. Meirihlutinn er nú í eigu Michael Bishop. Samningurinn sem Lufthansa hyggst nú nýta sér var gerður fyrir átta árum síðan þegar félagið keypti sig upprunalega inn í BMI. Fjármálastjóri Lufthansa sagði á fréttamannafundi í gær að nú værir fyrirætlað að nýta sér þennan valrétt.