Skandinavíska flugfélagið SAS er nú í viðræðum við Lufthansa um framtíðarskipan félagsins. Líkur eru taldar á því að Lufthansa taki skandinavíska félagið. BBC segir frá þessu í kvöld.

Viðskipti með bréf félagsins voru stöðvuð eftir hádegi, í kjölfar fregnanna af hugsanlegri yfirtöku Lufthansa. Áður en viðskipti með bréf félagsins voru stöðvuð í dag hafði gengið hækkað um 11%.

Forsvarsmenn SAS hafa sagst verið að skoða möguleika sína. Sænska, norska og danska ríkið eiga öll hlut í flugfélaginu.

Líkt og mörg önnur flugfélög á SAS í talsverðum vandræðum með að mæta hækkandi eldsneytiskostnaði, auk þess sem minni eftirspurn eftir flugsætum á heimsvísu hefur einnig sitt að segja.