Þýska flugfélagið Lufthansa hefur aflýst um 1.200 ferðum í dag vegna verkfalls flugáhafna félagsins á stærstu flugvöllum félagsins.

Þetta er í annað sinn á tveimur vikum sem starfsmenn félagsins leggja niður vinnu með tilheyrandi afbókunum á flugi og röskun fyrir farþega félagsins.

Áhersla verður lögð á millilandaflug félagsins í dag þar sem því verður komið við. Rétt ber að hafa í huga að verkfallið mun einnig hafa áhrif á önnur flugfélög þar sem vélar Lufthansa eru nú í töluverðum mæli á þeim flugvöllum þar sem starfsmenn leggja niður vinnu, s.s. í Frankfurt, Berlín, Dusseldolf, Hamborg og fleiri stöðum, og teppa því umferð véla annarra flugfélaga.

Starfsmannafélag Lufthansa hefur fari fram á 5% launahækkun en Lufthansa er á móti tilbúið að veita 3,5% launahækkun.