Viðræður þýska flugfélagsins Lufthansa við þýsk stjórnvöld um ríkisaðstoð eru á síðustu metrunum samkvæmt talsmanni þýska efnahagsráðuneytinu. Fyrr í dag hafði heimildarmaður Reuters sagt að samkomulagið væri komið í höfn en Lufthansa, líkt og flest flugfélög, hefur átt erfitt uppdráttar vegna heimsfaraldursins.

Samkomulagið mun þó vera háð samþykki frá þýska neyðarsjóðnum tileinkuðum kórónaveirunni ásamt samþykki stjórnar Lufthansa og framkvæmdarráðs Evrópusambandsins.

Sjá einnig: Lufthansa eins og fulli frændinn

Lufthansa hefur áður gefið það út að samkomulagið muni fela í sér að stjórnvöld fái tvö sæti í stjórn félagsins. Einnig mun félagið ekki greiða út arð í tiltekinn tíma og laun stjórnarmanna verða takmörkuð. Björgunarpakkinn inniheldur þriggja milljarða evru lán frá ríkisbankanum KfW og þýska ríkið mun eignast 20% hlut í flugfélaginu ásamt breytanlegu láni sem getur fært hlut ríkisins í 25%.

Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hefur tjáð meðlimum flokks síns, Kristilegir demókratar (CDU), að þarlend stjórnvöld munu ekki leyfa framkvæmdarráði ESB að svipta Lufthansa af verðmætum tímahólfum á flugvöllum í Frankfurt og Munich.

„Við munum ekki leyfa því að gerast,“ á Merkel að hafa sagt við flokksfélaga sína og varaði við „hörðum bardaga,“ samkvæmt heimildum Reuters . Lufthansa og samkeppniseftirlit ESB hafa verið í viðræðum um hvaða lendingartímum Lufthansa þarf að afsala sér til að tryggja að ríkisaðstoðin hamli ekki samkeppni.