Stjórn Lufthansa hefur tilkynnt að fyrirtækið muni fá 9 milljarða evra ríkisaðstoð gegn því að þeir gefi eftir nokkra af lendingartímum sínum til samkeppnisaðila. Þetta kemur fram á vef Reuters .

„Við mælum með því að hluthafar okkar fari þessa leið, jafnvel þó það þýði að færa þurfi fórnir til að halda fyrirtækinu gangandi," segir stjórnarformaður Lufthansa, Karl-Ludwig Kley í yfirlýsingu.

„Það verður að taka tillit til þess að Lufthansa mun eiga í erfiðleikum með reksturinn um einhvern tíma."