Þýska flugfélagið Lufthansa ætlar að fjölga flugferðum til Íslands í sumar. Til viðbótar við þau þrjú flug til Frankfurt sem þegar voru áætluð þá mun félagið nú einnig fljúga frá einu sinni til þrisvar í viku til Munchen. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu.

Flogið verður frá loka aprí og byrjun október með Airbus A319/A320 vélum. Flogið verður tvisvar í viku frá 12. maí og þrisvar í viku frá 13. júlí til 1. september. Áætlað er að verð fyrir farmiða verði frá rétt rúmlega 30 þúsund krónum.

Í tilkynningunni segir að um það bil 25 þúsund manns hafi flogið með Lufthansa til Íslands síðasta sumar og að fyrirtækið sé spennt fyrir því að auka við ferðir til landsins.