Þýska flugfélagið Lufthansa, sem er móðurfélag Germanwings, hefur tekið frá 300 milljónir dala til þess að mæta kostnaði vegna atviksins er farþegaflugvél dótturfélagsins hrapaði í frönsku ölpunum í síðustu viku. Fjárhæðin jafngildir um 41 milljarði íslenskra króna.

Fjárhæðinni er ætlað að mæta öllum kostnaði sem flugfélagið kann að verða fyrir vegna málsins. Fram kom í síðustu viku að flugfélagið gæti borið ótakmarkaða ábyrgð vegna atviksins. Allt lítur út fyrir að aðstoðarflugmaður þotunnar hafi brotlent vélinni viljandi, en allir 150 farþegar hennar létust samstundis.

Flugfélagið hafði áður lofað fjölskyldum hvers farþega greiðslu upp á 54 þúsund dölum til þess að mæta skammtímakostnaði, en þær greiðslur nema því í heild um 8 milljónum dala. Fjárhæðin sem nú hefur verið lögð til hliðar kemur ofan á hana.

Nánar á vef BBC News .