Ralph Cioffi, fyrrverandi yfirmaður hjá Bear Stearns sést hér eftir að hann var handtekinn af lögreglunni í New York í morgun. (Mynd: Daniel Acker/Bloomberg News.)
Ralph Cioffi, fyrrverandi yfirmaður hjá Bear Stearns sést hér eftir að hann var handtekinn af lögreglunni í New York í morgun. (Mynd: Daniel Acker/Bloomberg News.)
© Gunnhildur Lind Photography (Gunnhildur Lind Photography)
Ralp Cioffi, sjóðsstjórinn fyrrverandi, þegar hann var handtekinn um mitt ár 2008.

Sættir hafa náðst í máli tveggja fyrrverandi yfirmanna vogunarsjóða sem bandaríski fjárfestingarbankinn Bear Stearns rak og bandaríska fjármálaeftirlitsins. Mennirnir borga rétt rúma eina milljón bandaríkjadali í sáttagreiðslu og fá ekki að starfa á fjármálamarkaði í þrjú ár. Bandarísk stórblaðið Wall Street Journal segir að þótt mörgum þykin niðurstaðan súr í broti þar sem mennirnir sleppi vel frá málinu þá marki sáttin ákveðið skref í uppgjörinu við fjármálahrunið. Þetta er fyrsta málið sem höfðað var gegn starfsmönnum fjármálafyrirtækja vegna gruns um sviksamlega starfshætti í aðdraganda fjármálakrísunnar.

Mennirnir, sem heita Ralph Cioffi og Matthew Tannin, stýrðu eins og áður sagði tveimur vogunarsjóðum á vegum Bear Stearns. Þeir voru handteknir í júní árið 2008. Grunur lék á að þeir hafi tekið stöðu gegn skuldabréfavafningum og síðan með ólögmætum hætti haft áhrif á hrun þeirra sem síðar hafi leitt til þeirra erfiðleika sem leiddu til fjármálakreppunnar. Á sama tíma létu þeir líta út eins og um örugg verðbréf hafi verið að ræða. Með þessu hátterni eru þeir taldir hafa selt verðbréf á röngum forsendum, m.ö.o. blekkt viðskiptavini bankans og komið í veg fyrir að þeir tækju fjármuni sína úr sjóðunum.

Matthew Tannin, annar fyrrverandi yfirmaður Bear Stearns er settur í lögreglubíl eftir að hann var handtekinn af lögreglunni í New York í morgun. (Mynd: Daniel Acker/Bloomberg News)
Matthew Tannin, annar fyrrverandi yfirmaður Bear Stearns er settur í lögreglubíl eftir að hann var handtekinn af lögreglunni í New York í morgun. (Mynd: Daniel Acker/Bloomberg News)
© Gunnhildur Lind Photography (Gunnhildur Lind Photography)

Sjóðirnir fóru báðir á hliðina árið 2007 og töpuðu þeir sem lagt höfðu fé sitt í hendur tvímenninganna 1,6 milljörðum dala, tæpum 200 milljörðum króna á núvirði. Bankinn fór svo á hliðina vorið 2008 og voru mennirnir sakaðir um að hafa með ólögmætum viðskiptaháttum átt þátt í falli hans.

Mennirnir hafa að því er Wall Street Journal hermir ávallt neitað sök í málinu og voru þeir sýknaði af gruni um glæpsamlega viðskiptahætti ári eftir handtökuna.

Blaðið hefur eftir talsmanni bandaríska fjármálaeftirlitsins að líta eigi á greiðsluna og bannið alvarlegum augum. Cioffi þarf að reiða fram 700 þúsund dali, jafnvirði um 86 milljóna íslenskra króna, sem er talinn meintur hagnaður hans af rekstri sjóðanna og 100 þúsund til viðbótar í sektargreiðslu. Tannin greiðir afganginn. Þar af er talið að hann hafi hagnast um 200 þúsund dali, jafnvirði rúmra 24,5 milljóna íslenskra króna, af sjóðarekstrinum.