Fyrrverandi forseti Brasilíu Luiz Inacio Lula da Silva hefur verið dæmdur í níu og hálfs árs fangelsi fyrir spillingu. Lula var formaður brasilíska Verkamannaflokksins. Hann neitaði alfarið þeim ásökunum að hann hafi fengið gefna íbúð sem mútur í hneykslismáli sem tengist ríkisolíufyrirtækinu Petrobras.

Lula var var forseti Brasilíu í átta ár og lét af embætti árið 2011. Hann hafði meira að segja lýst yfir áhuga sínum á því að bjóða sig aftur fram fyrir Verkamannaflokkinn á þessu ári. Í yfirlýsingum frá lögmönnum Lula kemur fram að þeir telja hann enn saklausan og að þeir myndu áfrýja dómnum. Þeir telja rannsóknina pólitískar nornaveiðar.

Í raun gæti Lula enn boðið sig fram til forseta, þar til að dómsmálinu lýkur, en Lula getur enn áfrýjað dómnum. Lula nýtur enn mikilla vinsælla í Brasilíu og að mati sérfræðings BBC mun málið kljúfa þjóðina í tvennt, byggt á því hvort að fólk styðji Lula eður ei.