Sala á Lumia símum Nokia jókst í 4 milljónir eintaka á öðrum ársfjórðungi. Það er tvöföld söluaukning frá því á fyrsta ársfjórðungi þessa árs.

Þetta eru góðar fréttir því farsímaframleiðandinn hefur barist við að koma rekstrinum aftur í ásættanlegt horf. Tekjur fyrirtækisins hafa minnkað fimm ársfjórðunga í röð.

Fjárfestar tóku þessum fréttum fagnandi og hækkuðu hlutabréf Nokia um 12%, sem er mesta hækkun Nokia í 4 ár. Virði hlutabréfa Nokia hafa minnkað um 64% á þessu ári. Virði fyrirtækisins sjálfs hefur minnkað um 95 milljarða evra en þegar best lét var fyrirtækið metið á um 100 milljarða evra en núna er virði fyrirtækisins aðeins 5,7 milljarðar evra.