Sumir af þeim stærstu alþjóðlegu bönkum sem hafa aðsetur í Lundúnum eru langt komnir með það að færa sig yfir frá Lundúnum til Parísar í kjölfar ákvörðunar Breta um að yfirgefa Evrópusambandið. Þetta segir háttsettur embættismaður í franska Fjármálaeftirlitinu, Benoit de Juvigny.

De Juvigny bætir við að „talsverður fjöldi annarra fyrirtækja“ hugsi sér nú til hreyfingar og hafa hafið óformlegt ferli til að kanna aðstæður í frönsku höfuðborginni. Hann reiknar fastlega með því að svipað sé upp á teningnum í öðrum stórum fjármálahöfuðborgum innan Evrópusambandsins.

Stjórnvöld í Frankfúrt, Lúxemborg og Amsterdam hafa öll boðið breska banka velkomna þegar Bretar yfirgefa Evrópusambandið. Til að koma í veg fyrir óvissu vilja stórar fjármálastofnanir og þar með talið banka flytja sig um set til landa Evrópusambandsins.