Í dag hafa verið miklar tafir á neðanjarðarlestarkerfi Lundúna. Því hefur dagurinn verið annasamur hjá leigubílstjórum. En gamli Lundúnaleigubíllinn sem hefur verið nær óbreyttur í útlíti síðan 1958, og á rætur sínar að rekja 350 ár aftur í tímann, hefur fengið samkeppni.

Eins og menn kynnast þegar sest er uppí leigubíl í Lundúnum, þá þekkir leigubílstjórinn borgina gríðarlega vel. Það er vegna mjög strangra prófa sem leigubílstjórar þurfa að gangast undir.

Sama gildir um ökutækið. Það gerðar miklar kröfur til þess. Einna mikilvægust er krafan um beygjuradíusinn þannig hægt sé að taka u-beygju í þröngum götum.

Aðeins eitt fyrirtæki framleiðir svörtu leigubílana. Það er staðsett í Surrey og heitir London Taxis International (LTI). Það hefur á í töluverðum rekstrarerfiðleikum undanfarin misseri.

En nú hefur Daimler AG fengið samþykki fyrir því að selja Mercedes Benz Vito sem leigubíl í Lundúnum. Leyfið fékkst árið 2008 og hefur Vito náð 24% markaðshlutdeild. Ástæðan er ekki bílverðið, heldur er eldsneytisnotkunin mun minni. Vito eyðir 8 lítrum á hundraði meðan svarti leigubíllinn frá LTI eyðir 12 lítrum. Margir Lundúnabúar eru áhyggjufullir yfir því að á endanum nái erlendir bílaframleiðendur yfirhöndinni á leigubílamarkaðnum og þar með leggist framleiðsla gamla svarta leigubílsins af.