Þeir sem telja að hið versta sé yfirstaðið benda á að merki sjáist um aukna áhættusækni meðal fjárfesta. Eins og sagt var frá á vef Viðskiptablaðsins í síðustu viku þá hafa evrópskir fjárfestar í auknum mæli að undanförnu fært sig inn á markaðinn með skuldabréf fyrirtækja sem enginn leit við fyrir nokkru.

Svipaða sögu er að segja af þróuninni vestanhafs: Fram kemur í Wall Street Journal í gær að á bandarískum mörkuðum séu vísbendingar um að óttinn sem hefur skekið skuldabréfa- og hlutabréfamarkaði fari dvínandi og að verstu einkenni lánsfjárkreppunnar kunni að vera að ganga yfir.

Er talað um dramatískan viðsnúning í blaðinu undanfarnar tvær vikur í þessu samhengi. Financial Times tekur sterkar til orða og vitnar í ljóðlínur T.S Elliot og fullyrðir að aprílmánuður hafi verið grimmastur allra mánaða fyrir ríkisskuldabréf.

_____________________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .