Lúðvík Geirsson bæjarstjóri verður í 5. sæti framboðslista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. Þórunn Sveinbjarnardóttir færist upp í þriðja sætið og Magnús Orri Schram upp í það fjórða.

Framboðslisti Samfylkingarinnar í kjördæminu var samþykktur á fundi kjördæmaráðs í dag.

Lúðvík stefndi á fyrsta sætið í prófkjöri flokksins á dögunum en tapaði fyrir Árna Páli Árnasyni og hafnaði í því þriðja. Hann óskaði í kjölfarið eftir því að fá fimmta sætið, baráttusætið. Samfylkingin hefur nú fjóra þingmenn í kjördæminu.

Listinn lítur svona út:

1. Árni Páll Árnason, alþingismaður.

2. Katrín Júlíusdóttir, alþingismaður.

3. Þórunn Sveinbjarnardóttir, alþingismaður.

4. Magnús Orri Schram, sölu- og markaðsstjóri.

5. Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri.

6. Magnús M Norðdahl, lögfræðingur.

7. Amal Tamimi, framkvæmdastjóri.

8. Sara Dögg Jónsdóttir, skólastjóri.

9. Jónas Sigurðsson, lagerstjóri.

10. Valgerður Halldórsdóttir, félagsráðgjafi.

11. Íris Björg Kristjánsdóttir, verkefnastjóri.

12. Eiríkur Ágúst Guðjónsson, öryrki.

13. Eva Margrét Kristinsdóttir, háskólanemi.

14. Aðalsteinn Kjartansson, framhaldsskólanemi.

15. Silja Úlfarsdóttir, íþróttaþjálfari.

16. Skarphéðinn Skarphéðinsson, pípulagningameistari og kennari.

17. Hildigunnur Gunnarsdóttir, uppeldis- og menntunarfræðingur.

18. Arnar Grétarsson, viðskiptafræðingur.

19. Ragnheiður Jónsdóttir, lögfræðingur.

20. Eyjólfur Bragason, handboltamaður.

21. Erna Fríða Berg, ellilífeyrisþegi.

22. Ólafur J Proppé, fyrrverandi rektor.

23. Þórunn Björnsdóttir, kórstjóri.

24. Gunnar Svavarsson, alþingismaður.