*

fimmtudagur, 22. ágúst 2019
Innlent 6. september 2018 09:49

Luxair hættir flugi til Íslands

Flugfélagið Luxair sem hóf að bjóða upp á áætlunarflug til Íslands nú í sumar hyggst ekki halda því áfram á næsta ári.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Flugfélagið Luxair sem hóf að bjóða upp á áætlunarflug til Íslands nú í sumar hyggst ekki halda því áfram á næsta ári. Þetta kemur fram á vef Túrista. Flugfélagið bauð upp á reglulegt flug milli Íslands og Lúxemborgar í maí og júní. 

Talsmaður flugfélagsins staðfestir í samtali við Túrista að þessum ferðum verði ekki áframhaldið næsta sumar. Ekki fást svör um ástæður þessa en sem fyrr segir voru Íslandsferðir Luxair fáar í sumar.

Af gistináttatölum Hagstofunnar að dæma þá hafði þetta beina flug hingað frá Lúxemburg þónokkur áhrif á straum ferðamanna þaðan því gistinætur íbúa smáríkisins tvöfölduðust hér í maí og júní í samanburði við sömu mánuði í fyrra.

Stikkorð: Luxair