Íslenskir sparifjáreigendur hafa fengið vilyrði fyrir því að fá fulltrúa sinn í fimm manna kröfuhafanefnd sem starfar vegna þrotabús Landsbankans í Lúxemborg.

Sendinefnd Samtaka sparifjáreigenda Landsbankans í Lúxemborg (SSLL) fór til Lúxemborgar fyrir skömmu og átti fjóra fundi með þeim sem tengjast þrotabúinu með einum eða öðrum hætti.

Að sögn Brynhildar Sverrisdóttur, talsmanns SSLL, tók fjármálaeftirlitið í Lúxemborg vel á móti þeim en benti hópnum á að Landsbankinn væri ekki lengur undir þeirra umsjón þar sem hann væri í skiptameðferð.

_____________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum og þeir sem ekki hafa lykilorð geta sótt um það hér .